
Töfraspilið er fyrir öll börn á aldrinum 5 ára til 105 ára! Þetta er fjölbreytt og skemmtilegt spil sem ýtir undir leik og sköpun með sannreyndum æfingum sem auka vellíðan, bæta félagsfærni og efla styrkleika.
Spilað hentar jafnt fjölskyldum, skólum og öðru hópastarfi og skapar dýrmæt tækifæri til að tengjast, hlæja og læra í gegnum leik og sköpun.


Í spilinu eru 120 spilaspjöld sem skiptast í sex flokka:
- Styrkleikaspjöld: hjálpa börnum að uppgötva hvað þau gera vel.
- Töfraspjöld: æfingar sem örva ímyndunaraflið og auka sjálfstraust.
- Spjallspjöld: hvetja til opinnar umræðu og hlustunar.
- Tilfinningaspjöld: efla tilfinningagreind og samkennd.
- Framtíðarspjöld: kveikja von, drauma og framtíðarsýn.
- Töfrateygjur: jógastöður og hreyfiæfingar sem tengja líkama, huga og hjarta.