
Lífið fer upp og niður hjá okkur öllum.
Stundum eru það litlir hlutir sem pirra okkur eins og að flýta sér og missa af strætó eða rifrildi við vin. Stundum koma stærri hlutir upp eins og að mistakast í einhverju, flytja óvænt eða upplifa breytingar sem okkur finnast erifðar. Síðan eru þær aðstæður sem eru mjög sársaukafullar eins og að missa einhvern sem okkur þykir vænt um, veikindi eða alvarleg slys.
Að hafa seiglu þýðir ekki að við verðum aldrei leið, hrædd, reið eða vonsvikin. Það þýðir einfaldlega að við finnum leiðir – strax eða smám saman – til að takast á við það sem gerist. Við lærum að sætta okkur við að hlutir breytast, aðlögum okkur og tökum lítil skref áfram. Það er þetta sem gerir okkur sterkari til lengri tíma.
Rannsóknir sýna að seigla er ekki einhver sérstakur ofurkraftur sem aðeins fáir hafa. Seigla er sambland af mörgu sem styrkir okkur, bæði innra með okkur og í umhverfinu. Hún kemur úr hæfni okkar, samböndum, fjölskyldu, vinum og því stuðningsneti sem umlykur okkur.
Það góða er að við getum lært seiglu
Við getum þjálfað hugsanir okkar, lært nýjar leiðir til að takast á við erfiðar tilfinningar, byggt upp betri venjur og fundið úrræði í okkur sjálfum og hjá öðrum. Þetta hjálpar okkur að bregðast betur við óvæntum hlutum, jafna okkur hraðar og jafnvel læra af erfiðleikum. Það getur líka minnkað líkur á kvíða og depurð og hjálpað okkur að eldast með meiri styrk.
Sama færni hjálpar okkur líka þegar við þorum að prófa eitthvað nýtt eins og að kynnast nýjum vin. Seigla styrkir okkur til að vaxa og þroskast.
Æfing
Hugsaðu um tíma sem var erfiður fyrir þig.
Hvað hjálpaði þér að komast í gegnum hann?
Er eitthvað af því sem gæti hjálpað þér aftur í dag?