Að tengjast öðrum er ein af grunnstoðum hamingju.
Samböndin okkar hvort sem það eru vinir, fjölskylda, kennarar, nágrannar eða fólk í skólanum eru stór hluti af því að okkur líði vel. Þegar við byggjum upp góð sambönd, hugum að þeim og styrkjum þau, þá verður lífið betra, bæði fyrir okkur og aðra.

Nánir vinir og fjölskylda gefa okkur ást, stuðning og tilfinningu um að við skiptum máli.
Stærra félagsnet eins og bekkurinn, íþróttaliðið eða hverfið getur gefið okkur tilfinningu fyrir að tilheyra. Rannsóknir sýna að fólk með sterk tengsl er oft hamingjusamara, heilbrigðara og lifir jafnvel lengur. Að eiga gott fólki að getur líka bætt ónæmiskerfið, minnkað líkur á hjartasjúkdómum og hjálpað okkur að halda heilanum skýrum með aldrinum.

Lykillinn er að hlusta vel.
Að gefa manneskjunni sem við tölum við fulla athygli, án síma, án truflana og reyna að skilja hvað hún er að segja. Eftir að við höfum hlustað getum við spurt spurninga til að sýna að okkur sé raunverulega annt um það sem manneskjan var að segja.



Það er auðvelt að taka eftir því sem okkur finnst skrítið eða pirrandi við fólk, en inn við beinið erum við öll manneskjur með sömu grunnþarfir. Enginn er fullkominn og allir eru blanda af styrkleikum og veikleikum.

Rannsóknir sýna að þegar við veljum að einblína á styrkleika annarra verða samskiptin betri og jákvæðari.
Þetta getur breytt hvernig við sjáum fólk og hvernig þau sjá okkur.