
Töfrandi sjálfsmynd og innri styrkur – námsleið sem kveikir á sköpunarkrafti barnsins 6-8 ára
Námskeiðið er hannað til að styðja börn í að byggja upp trausta sjálfsmynd, jákvætt hugarfar og trú á eigin getu í gegnum leiki & gleði. Lykiláhersla er á að virkja styrkleika og hæfileikasvið barna og þeirra innri töfra sem nýtast bæði í samskiptum, skólaumhverfi og daglegum verkefnum.
Þegar barn fær rými til að finna eigin töfra, verða félagsleg tengsl sterkari og lífsgæði aukast.
Á námskeiðinu tileinka börnin sér eftirfarandi getuþætti:
• Að velja hugarfar sem vinnur með þeim
• Að efla sjálfstraust
• Að greina eigin styrkleika, sjá þá sem ofurkrafta og nýta þá markvisst
• Að virkja trú á eigin getu og beita jákvæðri sjálfhvatningu
• Að stíga inn í jákvæða leiðtogahlutverkið
• Að mæta tilfinningum, jafnvel þeim stormasamari, með ró, hugrekki og töfratengingum
• Að nota öndun sem stöðugleikatól í dagsins amstri
• Að örva einbeitingu og ímyndunarafl með skapandi vinnubrögðum
• Að slaka meðvitað og nýta hugleiðslu sem innri kraftgjafa
Námskeiðið byggir á faglegum viðmiðum jákvæðrar sálfræði og núvitundar. Áhersla lögð á töfraverkfærin í gegnum leiki og sköpun.
Námskeiðið er kennt í 6 vikur einu sinnu í viku í 60 mínútur í senn í Nýsköpumarsetrinu í Hafnarfirði. Verð: 29.900 krónur.
Áhersla er á markvissa innleiðingu vellíðunarþátta með töframiðaðri nálgun sem styrkir grunnstoðir lífsfærni til lengri tíma.
Næsta námskeið verður haldið í mars 2026. Skráning hafin hér.