
Hvað er núvitund?
Það er þegar við stoppum aðeins og tökum eftir því sem er að gerast núna. Við hlustum, horfum, finnum lykt og tökum eftir hvernig okkur líður. Það er eins og að ýta á pásutakka í huganum.
Stundum koma upp hugsanir eða tilfinningar sem eru leiðinlegar eða skrýtnar. Þá æfum við okkur í að leyfa þeim að koma og fara, án þess að rífast við þær eða reyna að ýta þeim í burtu.
Núvitund getur hjálpað okkur að líða betur.
Rannsóknir sýna að þegar við æfum okkur í að vera núna, minnkar streita og við lærum betur að stjórna tilfinningum okkar. Við tökum betur eftir því hvernig okkur og öðrum líður og það hjálpar okkur að sýna sjálfum okkur og öðrum meiri góðvild. Þetta gerir okkur rólegri, hjálpar okkur að taka skynsamari ákvarðanir og getur bætt samband okkar við aðra. Það getur líka hjálpað okkur bæði í skólanum og í vinnunni.
Allir eru ekki eins að eðlisfari, en ÖLL geta lært núvitund. Það eru margar leiðir til að æfa hana í daglegu lífi. Hún er einföld, en eins og allt annað þarf hún smá æfingu. Það má hugsa um þetta eins og að þjálfa heilann – líkt og vöðva sem verður sterkari þegar við notum hann.
ÆFING: Horfðu í kringum þig. Hvað sérðu? Hvaða hljóð heyrirðu? Finnurðu einhverja lykt?
Hvernig líður líkamanum þínum núna? Hvað er hugurinn að hugsa um?