Tilfinningar eru ekki bara hugsanir. Þær breyta líka líkamanum í smá stund og hafa áhrif á hvernig við bregðumst við hlutum. Óþægilegar tilfinningar, eins og hræðsla þróuðust til að hjálpa okkur að lifa af hættur, þess vegna getur líkaminn farið sjálfkrafa í „berjast, forðast eða frjósa“-ham.


Heilinn er forritaður til að taka fyrst eftir því sem er að
Heilinn þróaðist á tímum þegar mannfólkið þurfti alltaf að vera á verði. Betra var að bregðast við hljóði í grasinu eins og hættu – jafnvel þó það væri bara vindur – en að gera ekki neitt og verða étinn. Þess vegna tekur heilinn enn í dag frekar eftir því sem gæti verið slæmt eða ógnað okkur, jafnvel þegar engin hætta er raunverulega til staðar. Þetta kallast „neikvæðnishneigð“.


Að þjálfa heilann í að sjá hið góða
Þetta snýst um að taka eftir því sem gengur vel og líka litlu hlutunum. Rannsóknir sýna að ef við skrifum niður þrjá góða hluti á hverju kvöldi, í aðeins eina viku, getur það bætt líðan okkar í allt að sex mánuði.


Að rækta góðar tilfinningar:
Það eru margar tegundir af jákvæðum tilfinningum: gleði, forvitni, ró, von, stolt, hrifning, innblástur, þakklæti og ást.

Eitt af því sem hjálpar okkur mest er að njóta – að taka eftir þegar eitthvað gott er að gerast og leyfa okkur að finna það vel.

Við getum líka notið fortíðarinnar og framtíðarinnar:

– með því að rifja upp góðar minningar
– með því að hlakka til einhvers skemmtilegs