
Tilfinningar eru ekki bara hugsanir. Þær breyta líka líkamanum í smá stund og hafa áhrif á hvernig við bregðumst við hlutum. Óþægilegar tilfinningar, eins og hræðsla þróuðust til að hjálpa okkur að lifa af hættur, þess vegna getur líkaminn farið sjálfkrafa í „berjast, forðast eða frjósa“-ham.
Vísindamenn áttuðu sig síðar á því að góðar tilfinningar hafa líka sérstakan kraft.
Barbara Fredrickson sýndi að þegar við upplifum jákvæðar tilfinningar, jafnvel í smástund, opnast hugurinn þannig að við sjáum meira í kringum okkur, treystum öðrum betur, skiljum fólk frá öðrum menningarheimum betur, sjáum fleiri lausnir og eigum auðveldara með að aðlagast og hugsa skapandi. Þetta safnast smám saman og styrkir okkur, bæði í daglega lífinu og þegar á reynir.
Heilinn er forritaður til að taka fyrst eftir því sem er að
Heilinn þróaðist á tímum þegar mannfólkið þurfti alltaf að vera á verði. Betra var að bregðast við hljóði í grasinu eins og hættu – jafnvel þó það væri bara vindur – en að gera ekki neitt og verða étinn. Þess vegna tekur heilinn enn í dag frekar eftir því sem gæti verið slæmt eða ógnað okkur, jafnvel þegar engin hætta er raunverulega til staðar. Þetta kallast „neikvæðnishneigð“.
En við getum þjálfað heilann til að taka líka eftir því sem er gott.
Að þjálfa heilann í að sjá hið góða
Þetta snýst um að taka eftir því sem gengur vel og líka litlu hlutunum. Rannsóknir sýna að ef við skrifum niður þrjá góða hluti á hverju kvöldi, í aðeins eina viku, getur það bætt líðan okkar í allt að sex mánuði.
Æfing:
Í eina viku, á hverju kvöldi:
Hugsaðu til baka yfir daginn. Skrifaðu niður þrjá hluti sem voru góðir eða gerðu þig ánægða(n). Þetta þarf ekki að vera flókið, kannski bara bros frá vini, heitt kakó, skemmtileg tónlist eða að fá sæti í strætó….
Að rækta góðar tilfinningar:
Það eru margar tegundir af jákvæðum tilfinningum: gleði, forvitni, ró, von, stolt, hrifning, innblástur, þakklæti og ást.
Eitt af því sem hjálpar okkur mest er að njóta – að taka eftir þegar eitthvað gott er að gerast og leyfa okkur að finna það vel.
Að njóta hjálpar okkur að muna jákvæðar upplifanir betur, að draga úr depurð, auka lífshamingju og að halda betur jafnvægi í lífinu.
Við getum líka notið fortíðarinnar og framtíðarinnar:
– með því að rifja upp góðar minningar
– með því að hlakka til einhvers skemmtilegs
Tvær einfaldar njóttu-æfingar sem rannsóknir sýna að geta aukið hamingju:
1. Njóttu fortíðarinnar: Hugsaðu um einn af þínum bestu dögum.
Í þrjá daga í röð, notaðu 8 mínútum í að endurspila hann í huganum:
Hvar varstu? Hvað gerðist? Hver var með þér? Hvað hugsaðir þú og hvaða tilfinningar fannstu?
Þú þarft bara upplifa minninguna.
2. Njóttu núna
Farðu í 20 mínútna göngu. Reyndu að taka eftir eins mörgum fallegum eða jákvæðum hlutum og þú getur: trjám, litum, dýrum, veðri, fólki.
Hugsaðu: „Hvað er það við þetta sem gleður mig eða róar mig?“