
Við erum þrjár sem brennum fyrir velferð og líðan barna. Saman stöndum við á áratuga reynslugrunni í starfi með börnum og ungmennum og vinnum af heilindum og leggjum okkur fram við að skapa faglegt og uppbyggilegt rými þar sem börn fá tækifæri til að blómstra.
Aðalheiður Mjöll er náms- og starfsráðgjafi, kynjafræðingur og jóga- og núvitundarkennari með MA diplómu í jákvæðri sálfræði. Aðalheiður hefur einnig lokið kennsluþjálfun (Mindfulness in school) í núvitund og velferð fyrir börn og ungmenni.
Hrefna Hallgrímsdóttir er leikkona og framleiðandi og hefur starfað með börnum sl 35 ár. Hrefna er með MA diplómu í jákvæðri sálfræði.
Helga Jónsdóttir er deildarstjóri í leikskóla og með MA diplómu í jákvæðri sálfræði.